Erlent

Blaðamenn hleruðu talhólf prinsanna

Boði Logason skrifar
"Blessaður brósi, hvað er títt?“ gæti Vilhjálmur verið að segja við bróður sinn Harry. Talhólf þeirra voru hleruð af blaðamönnum News of the World.
"Blessaður brósi, hvað er títt?“ gæti Vilhjálmur verið að segja við bróður sinn Harry. Talhólf þeirra voru hleruð af blaðamönnum News of the World. mynd/afp
Talhólf prinsanna Harry og Vilhjálms voru hleruð af blaðamönnum News of the World, þetta kom fram í réttarhöldum vegna hlerana blaðsins í dag.

Svo virðist sem blaðamenn blaðsins hafi hlustað, og tekið upp, mörg skilaboð í talhólfi prinsanna og kærustum þeirra. Þetta er í fyrsta skiptið sem upptökur úr talhólfum þeirra er spiluð fyrir dómara.

Í einum þeirra segir Vilhjálmur kærustu sinni, sem í dag er eiginkona hans, Katrínu Middleton frá því að hann hafi næstum því orðið fyrir skoti á æfingasvæði breska hersins í Sandhurst.  Þá voru einnig skilaboð spiluð þar sem Vilhjálmur býður Katrínu að koma með sér á veiðar.

Fyrrum ritstjórar News of the Worlds, Rebekah Brooks og Andy Coulson, eru ákærð, ásamt fimm öðrum, fyrir að hafa hlerað talhólf einstaklinga í Bretlandi til þess að komast á snoðir um fréttaefni. 



Frétt BBC.

Katrín, Vilhjálmur og Harry saman á góðri stundu.mynd/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×