Erlent

Fjölskylda Watkins er miður sín og reið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Foreldrar Ian Watkins sem var í gær dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum, eru mjög reið við son sin.

„Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir stjúpfaðir hans, Jon Davies. Faðir Watkins lést þegar hann var barn og Davies hefur alið hann upp síðan.

„Það er margt sem mig langar til þess að segja við hann, þessi brot eru svo hræðileg. Þetta eru svo viðbjóðslegir hlutir sem hann hefur gert,“ segir Davies. „Við fjölskyldan erum gjörsamlega miður okkar.“

Fjölskylda Watkins var ekki viðstödd réttarhöldin yfir honum og voru ekki heldur viðstödd dómsuppkvaðningu í gær. Þau hafa ekki viljað horfa upp á Watkins og frekar hugsað til fórnarlömba hans sem þau hafa mikla samúð með.

Davies ætlar þó að reyna að styðja við son sinn. Aðspurður af hverju hann ætlaði að gera það svaraði hann því að það væri eina leið hans og fjölskyldunnar til þess að komast yfir þetta og reyna að jafna sig.

Þau foreldrarnir skilja ekki af hverju sonur þeirra fór þessa leið. Þau segjast að sjálfsögðu spyrja sig sjálf hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í uppeldinu. Watkins hafi þó sem barn verið mjög duglegur og hann var rólegur unglingur. Hann var afburðarnemandi og reykti hvorki né drakk áfengi.

Hverju sem um sé að kenna sé ljóst að eitthvað fór verulega úrskeiðis.

Yngri bróðir Watkins geitir Daniel og er 24 ára. „Það var frábært að vera bróðir hans og ég fékk mikla athygli þegar ég var í grunnsóla. En ég var barnalegur, ég vil alls ekki vera þekktur fyrir að vera bróðir Ian Watkins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×