Útvarpsstjóri kvaddur Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt!
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun