Trentemöller ekki einn að þessu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 11:00 Anders Trentemöller kemur fram á Sónar-hátíðinni í febrúar, ásamt hljómsveit. nordicphotos/getty „Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead. Sónar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead.
Sónar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira