Keyrt inn í Melabúðina Þórhildur Þorkelsdóttir og Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 17:17 Litlu munaði að illa færi í Melabúðinni í dag. MYND/VÍSIR Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira