Lífið

Hann valdi ekki að deyja

Söngkonan Demi Lovato hefur talað opinskátt um fíkniefnaneyslu sína en hún fór í meðferð árið 2010. Hún er ein af mörgum sem hafa tjáð sig um andlát Glee-stjörnunnar Cory Monteith.

“Maður þarf bara að vera berskjaldaður eitt augnablik til að verða fíkninni að bráð. Þetta er ekki val. Enginn velur að neyta fíkniefna. Hann valdi ekki að deyja. Það gerði sjúkdómurinn,” segir Demi en Cory fannst látinn af of stórum skammti þann 13. júlí.

Demi hefur upplifað ýmislegt.
“Sjúkdómurinn getur komið aftan að manni hvenær sem er. Maður þarf bara að falla einu sinni til að deyja,” bætir Demi við í viðtali við tímaritið PEOPLE.

Cory lifði tvöföldu lífi.
Hér með kærustunni Leu Michele.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.