Innlent

Steingrímur: Ættum við að vera í góðu skapi í 1 til 2 daga

Boði Logason í Utanríkisráðuneytinu skrifar
Steingrímur talar við blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun.
Steingrímur talar við blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun. Mynd/BL
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna og atvinnuvegaráðherra, segist gleðjast yfir því að „þessu ólánsmáli sé nú lokið". Hann ávarpaði blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun.

„Nei, öðru nær. Þetta er sigur fyrir okkur öll," sagði Steingrímur spurður hvort að málið væri ekki pólitískur ósigur, í ljósi þess að forsetinn sendi málið, sem ríkisstjórnin samþykkti í þinginu, í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef við hefðum tapað í dag, tapað illa, hefðum við þá átt að snúa þessu við og ráðast á einhverja út af því? Ég held að við ættum að gleðjast fyrir hönd landsins. Við ættum að vera ánægð með að það sé komin niðurstaða í þetta mál og vera í góðu skapi í einn til tvo daga," sagði hann.

Nú ættu Íslendingar að vera fullir sjálfstrausts „og nota þetta til þess virkilega að undirstrika það að Ísland sé á beinni braut."

Hann hefur ekki fengið nein viðbrögð erlendis frá. „Nei ekki svo ég viti. Við getum búist við því að þeir séu súrir, sérstaklega í Brussel. [...] Bretar og Hollendingar mega líka vera mjög hugsi í ljósi þess hversu hart þeir sóttu að okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×