Efnahagur við hengiflug Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun