Allsherjarnefnd fundar um ofbeldismál: Hæstiréttur gerði mistök Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2013 13:38 Andrea Unnarsdóttir fékk þyngsta dóminn í umræddu sakamáli. Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira