Allsherjarnefnd fundar um ofbeldismál: Hæstiréttur gerði mistök Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2013 13:38 Andrea Unnarsdóttir fékk þyngsta dóminn í umræddu sakamáli. Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir sinn þátt í banaslysi en annar ökumaður hefur aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Sjá meira
Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir sinn þátt í banaslysi en annar ökumaður hefur aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Sjá meira