Skilningur og misskilningur Gylfi Magnússon skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Telur Heiðar Már að því fyrirtæki sé ekki viðbjargandi án nauðasamninga og er það væntanlega ástæða greinaskrifanna. Um þetta væri hægt að fjalla í löngu máli en það verður ekki gert hér. Þó verður að nefna helstu staðreyndir. Orkuveitan varð fyrir miklum búsifjum á fyrsta áratug aldarinnar, eins og lesa má um í ítarlegri skýrslu. Með miklu átaki síðan þá hefur tekist að snúa rekstrinum við. Nú leikur enginn vafi á því að fyrirtækið getur staðið undir skuldbindingum sínum. Þetta hefur náðst með miklum aðhaldsaðgerðum, samdrætti í fjárfestingum og eignasölu og með því að láta gjaldskrá fylgja almennum verðlagsbreytingum, en ekki snarlækka að raungildi í verðbólgu. Fyrir vikið hefur reksturinn snúist við. Þá hefur verið samið við lánardrottna um breytingar á afborgunum lána til að létta greiðslubyrði og eigendur hafa veitt því víkjandi lán. Þótt Orkuveitan hafi talsverðar tekjur í erlendri mynt þarf fyrirtækið að kaupa nokkurn gjaldeyri á næstu árum til að greiða afborganir erlendra lána með tekjum í krónum. Þau kaup munu þó fyrirsjáanlega fara minnkandi eftir þetta ár og á endanum verður fyrirtækið seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa farið lækkandi síðan gripið var til aðhaldsaðgerða og fjárstreymi frá rekstri aukist til muna svo að nú dugar það fyrirsjáanlega fyrir öllum skuldbindingum. Raunhæft virðist að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins verði orðið ríflega 40% innan fimm ára. Allt talnaefni um þetta hefur verið gert opinbert.Nauðasamningar Það er því augljóslega engin þörf fyrir nauðasamninga Orkuveitunnar og það hafa engin áform verið um þá hjá stjórnendum fyrirtækisins. Að auki er rétt að benda á það að allir slíkir samningar myndu sjálfkrafa fela einnig í sér nauðasamninga fyrir Reykjavíkurborg, sem ábyrgist lán Orkuveitunnar og tók raunar sjálf mörg þeirra, og tvö önnur sveitarfélög. Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari. Heiðar Már gerir einnig að umtalsefni skuldastöðu þjóðarbúsins og viðskiptajöfnuð. Þar verður að viðurkenna að talnaefni er flókið og sumar stærðir matskenndar. Því er ekki skrýtið að menn túlki tölurnar á mismunandi hátt. Stóra myndin er þó skýr. Besta úttektin á stöðunni til þessa er ítarleg skýrsla Seðlabankans frá árinu 2011. Þar var niðurstaðan að skuldir landsmanna umfram eignir í útlöndum, að teknu tilliti til eigna erlendra aðila hér, væru ríflega helmingur landsframleiðslu og á þann mælikvarða mun minni en fyrir hrun. Þá er ekki tekið tillit til þess að hluti mældra erlendra skulda þjóðarbúsins eru innanhússskuldir Actavis-samsteypunnar, sem koma öðrum lítt við. Án þeirra er staðan enn betri.Viðráðanlegar skuldir Jafnvel þótt deila megi um mat á eignum eða skuldum breytir það ekki þeirri niðurstöðu að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru viðráðanlegar. Þó er óleystur vandi vegna þess að dreifa þarf greiðslum af erlendum skuldum á langan tíma. Snjóhengjan svokallaða er enn til staðar, bæði vegna innlendra eigna erlendra aðila nú og uppgjöra þrotabúa bankanna. Ganga þarf þannig frá málum að hún verði greidd niður hægt og sígandi á 10-20 árum til að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Það verður vonandi gert sem fyrst. Tölur um viðskiptajöfnuð eru, líkt og skuldatölurnar, ekki jafnnákvæmar og helst væri á kosið. Gagnlegasta matið á stöðunni eru tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur að raunverulegur viðskiptajöfnuður Íslands í ár verði jákvæður um sem svarar 3,5% af vergri landsframleiðslu (rúmir 60 milljarðar króna) og síðan jákvæður um því sem næst 2% næstu ár. Jafnframt spáir stofnunin 2-3% hagvexti hérlendis á næstu árum. Það er meira en nóg til að snúa erlendri skuldastöðu við, þannig að þjóðarbúið eigi hreina eign í útlöndum á innan við 20 árum. Þá rekur Heiðar Már á frekar ruglingslegan hátt ýmis mál er tengjast myntkörfulánum og lögmæti þeirra. Um það er ekki annað að segja en það sem hefur alltaf legið fyrir og ég hef margoft lýst yfir á undanförnum árum. Það var og er hlutverk Hæstaréttar að skera úr um slíkan ágreining. Það var ógjörningur að sjá fyrir hver niðurstaða réttarins yrði, enda hefur hann sitt á hvað dæmt myntkörfulán lögmæt og ólögmæt (eða réttara sagt skilmálana óskuldbindandi), farið með vaxtaákvæði með ýmsum hætti og klofnað hvað eftir annað. Heiðar Már minnist á Sparisjóðinn í Keflavík, síðar SpKef, og stöðu hans. Hún reyndist vissulega enn verri en áætlað var á sínum tíma. Ástæður þess verða væntanlega raktar í væntanlegri skýrslu um sparisjóðakerfið. Hverjar sem ástæðurnar voru þá var þó ekki stætt á öðru en að leggja sjóðnum til fé svo að hann ætti fyrir innstæðum, þótt kostnaður vegna þessa fortíðarvanda lendi því miður á endanum á skattgreiðendum. Það eru hins vegar engin teikn á lofti, sem betur fer, um að skattgreiðendur tapi því fé sem sett var fyrir þeirra hönd inn í nýja Landsbankann. Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Telur Heiðar Már að því fyrirtæki sé ekki viðbjargandi án nauðasamninga og er það væntanlega ástæða greinaskrifanna. Um þetta væri hægt að fjalla í löngu máli en það verður ekki gert hér. Þó verður að nefna helstu staðreyndir. Orkuveitan varð fyrir miklum búsifjum á fyrsta áratug aldarinnar, eins og lesa má um í ítarlegri skýrslu. Með miklu átaki síðan þá hefur tekist að snúa rekstrinum við. Nú leikur enginn vafi á því að fyrirtækið getur staðið undir skuldbindingum sínum. Þetta hefur náðst með miklum aðhaldsaðgerðum, samdrætti í fjárfestingum og eignasölu og með því að láta gjaldskrá fylgja almennum verðlagsbreytingum, en ekki snarlækka að raungildi í verðbólgu. Fyrir vikið hefur reksturinn snúist við. Þá hefur verið samið við lánardrottna um breytingar á afborgunum lána til að létta greiðslubyrði og eigendur hafa veitt því víkjandi lán. Þótt Orkuveitan hafi talsverðar tekjur í erlendri mynt þarf fyrirtækið að kaupa nokkurn gjaldeyri á næstu árum til að greiða afborganir erlendra lána með tekjum í krónum. Þau kaup munu þó fyrirsjáanlega fara minnkandi eftir þetta ár og á endanum verður fyrirtækið seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa farið lækkandi síðan gripið var til aðhaldsaðgerða og fjárstreymi frá rekstri aukist til muna svo að nú dugar það fyrirsjáanlega fyrir öllum skuldbindingum. Raunhæft virðist að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins verði orðið ríflega 40% innan fimm ára. Allt talnaefni um þetta hefur verið gert opinbert.Nauðasamningar Það er því augljóslega engin þörf fyrir nauðasamninga Orkuveitunnar og það hafa engin áform verið um þá hjá stjórnendum fyrirtækisins. Að auki er rétt að benda á það að allir slíkir samningar myndu sjálfkrafa fela einnig í sér nauðasamninga fyrir Reykjavíkurborg, sem ábyrgist lán Orkuveitunnar og tók raunar sjálf mörg þeirra, og tvö önnur sveitarfélög. Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari. Heiðar Már gerir einnig að umtalsefni skuldastöðu þjóðarbúsins og viðskiptajöfnuð. Þar verður að viðurkenna að talnaefni er flókið og sumar stærðir matskenndar. Því er ekki skrýtið að menn túlki tölurnar á mismunandi hátt. Stóra myndin er þó skýr. Besta úttektin á stöðunni til þessa er ítarleg skýrsla Seðlabankans frá árinu 2011. Þar var niðurstaðan að skuldir landsmanna umfram eignir í útlöndum, að teknu tilliti til eigna erlendra aðila hér, væru ríflega helmingur landsframleiðslu og á þann mælikvarða mun minni en fyrir hrun. Þá er ekki tekið tillit til þess að hluti mældra erlendra skulda þjóðarbúsins eru innanhússskuldir Actavis-samsteypunnar, sem koma öðrum lítt við. Án þeirra er staðan enn betri.Viðráðanlegar skuldir Jafnvel þótt deila megi um mat á eignum eða skuldum breytir það ekki þeirri niðurstöðu að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru viðráðanlegar. Þó er óleystur vandi vegna þess að dreifa þarf greiðslum af erlendum skuldum á langan tíma. Snjóhengjan svokallaða er enn til staðar, bæði vegna innlendra eigna erlendra aðila nú og uppgjöra þrotabúa bankanna. Ganga þarf þannig frá málum að hún verði greidd niður hægt og sígandi á 10-20 árum til að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Það verður vonandi gert sem fyrst. Tölur um viðskiptajöfnuð eru, líkt og skuldatölurnar, ekki jafnnákvæmar og helst væri á kosið. Gagnlegasta matið á stöðunni eru tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur að raunverulegur viðskiptajöfnuður Íslands í ár verði jákvæður um sem svarar 3,5% af vergri landsframleiðslu (rúmir 60 milljarðar króna) og síðan jákvæður um því sem næst 2% næstu ár. Jafnframt spáir stofnunin 2-3% hagvexti hérlendis á næstu árum. Það er meira en nóg til að snúa erlendri skuldastöðu við, þannig að þjóðarbúið eigi hreina eign í útlöndum á innan við 20 árum. Þá rekur Heiðar Már á frekar ruglingslegan hátt ýmis mál er tengjast myntkörfulánum og lögmæti þeirra. Um það er ekki annað að segja en það sem hefur alltaf legið fyrir og ég hef margoft lýst yfir á undanförnum árum. Það var og er hlutverk Hæstaréttar að skera úr um slíkan ágreining. Það var ógjörningur að sjá fyrir hver niðurstaða réttarins yrði, enda hefur hann sitt á hvað dæmt myntkörfulán lögmæt og ólögmæt (eða réttara sagt skilmálana óskuldbindandi), farið með vaxtaákvæði með ýmsum hætti og klofnað hvað eftir annað. Heiðar Már minnist á Sparisjóðinn í Keflavík, síðar SpKef, og stöðu hans. Hún reyndist vissulega enn verri en áætlað var á sínum tíma. Ástæður þess verða væntanlega raktar í væntanlegri skýrslu um sparisjóðakerfið. Hverjar sem ástæðurnar voru þá var þó ekki stætt á öðru en að leggja sjóðnum til fé svo að hann ætti fyrir innstæðum, þótt kostnaður vegna þessa fortíðarvanda lendi því miður á endanum á skattgreiðendum. Það eru hins vegar engin teikn á lofti, sem betur fer, um að skattgreiðendur tapi því fé sem sett var fyrir þeirra hönd inn í nýja Landsbankann. Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun