Hafna því að pakka innfluttum kjúklingi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2013 11:59 Fyrirtækin Ísfugl, Reykjagarður og Matfugl voru spurð út í pökkun erlends kjúklings í umbúðir fyrirtækjanna. Þrjú fyrirtæki sem slátra og pakka kjúklingi hafna þeirri fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, að þau þíði, vinni og pakki erlendum kjúklingi í umbúðir fyrirtækisins.Neytendasamtökin sendu fyrir spurnir til fyrirtækjanna Reykjagarðs, Ísfugls og Matfugls. Öll fyrirtækin neita ásökuninni í svörum sínum.„Í svari Reykjagarðs kemur m.a. fram að slík vinnubrögð væru vörusvik rétt eins og Neytendasamtökin hafa einnig bent á og að Reykjagarður tæki aldrei þátt í slíku. Í svari Ísfugls segir m.a. að „Ísfugl selji aðeins úrvals íslenskt hráefni”. Í svari Matfugls kemur m.a. fram að „Matfugl hefur aldrei flutt inn erlendan kjúkling sem pakkað er í neytendapakkningar og selt sem íslenskan kjúkling”,“ segir í tilkynningu Neytendasamtakanna.* Einnig kemur fram í svörum forráðamanna Holtakjúklings og Matfugls að vörur þeirra verði merktar með upprunalandi, Íslandi, í framtíðinni. Tekið er fram að Matvælastofnun hafi eftirlit með fyrirtækjunum svo hægt sé að rekja öll vandamál sem upp komi í framleiðslu, til viðkomandi kjúklingaframleiðenda. „Það hefði því verið eðlilegt að viðkomandi þingmaður hefði leitað sér betri upplýsinga hjá Matvælastofnun áður en hann fór með málið í ræðustól Alþingis.“ Að endingu er tekið fram tilkynningunni að bannað sé að selja innfluttan kjúkling í verslunum hér á landi nema hann sé frosinn eða steiktur. „Því miður eru hinsvegar engar reglur um að upprunaland skuli koma fram við sölu á kjúklingum fremur en öðru kjöti. Þetta hafa Neytendasamtökin ítrekað gagnrýnt enda sé um að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur til að tryggja að þeir geti valið á upplýstan hátt.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þrjú fyrirtæki sem slátra og pakka kjúklingi hafna þeirri fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, að þau þíði, vinni og pakki erlendum kjúklingi í umbúðir fyrirtækisins.Neytendasamtökin sendu fyrir spurnir til fyrirtækjanna Reykjagarðs, Ísfugls og Matfugls. Öll fyrirtækin neita ásökuninni í svörum sínum.„Í svari Reykjagarðs kemur m.a. fram að slík vinnubrögð væru vörusvik rétt eins og Neytendasamtökin hafa einnig bent á og að Reykjagarður tæki aldrei þátt í slíku. Í svari Ísfugls segir m.a. að „Ísfugl selji aðeins úrvals íslenskt hráefni”. Í svari Matfugls kemur m.a. fram að „Matfugl hefur aldrei flutt inn erlendan kjúkling sem pakkað er í neytendapakkningar og selt sem íslenskan kjúkling”,“ segir í tilkynningu Neytendasamtakanna.* Einnig kemur fram í svörum forráðamanna Holtakjúklings og Matfugls að vörur þeirra verði merktar með upprunalandi, Íslandi, í framtíðinni. Tekið er fram að Matvælastofnun hafi eftirlit með fyrirtækjunum svo hægt sé að rekja öll vandamál sem upp komi í framleiðslu, til viðkomandi kjúklingaframleiðenda. „Það hefði því verið eðlilegt að viðkomandi þingmaður hefði leitað sér betri upplýsinga hjá Matvælastofnun áður en hann fór með málið í ræðustól Alþingis.“ Að endingu er tekið fram tilkynningunni að bannað sé að selja innfluttan kjúkling í verslunum hér á landi nema hann sé frosinn eða steiktur. „Því miður eru hinsvegar engar reglur um að upprunaland skuli koma fram við sölu á kjúklingum fremur en öðru kjöti. Þetta hafa Neytendasamtökin ítrekað gagnrýnt enda sé um að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur til að tryggja að þeir geti valið á upplýstan hátt.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira