Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 12:11 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27