Kvennalið Keflavíkur hefur samið við bandarísku stúlkuna Porsche Landry. Það er skemmtileg saga á bak við þetta sérkennilega nafn stúlkunnar.
Móðir hennar er mikil bílaáhugakona og bað eiginmann sinn um að gefa sér Porsche á sínum tíma. Hann lofaði að gera það einhvern daginn.
Er hún fæddi dóttur sína þá kom eiginmaðurinn og sagðist vera með óvæntan glaðning. Sagðist vera með Porsche fyrir hana.
Móðirinn stökk út í glugga og kíkti niður á bílastæði. Þar var enginn Porsche. Þá tók faðirinn litlu stelpuna og lagði hana í fang móður sinnar og sagði. "Nei, þetta er Porsche-inn þinn."
"Nei, þetta er Georgette Ann," svaraði móðirin. Svo var ekki því faðirinn var þá þegar búinn að skrá barnið Porsche í þjóðskrá þeirra Bandaríkjamanna. Því var þar af leiðandi ekki breytt.
Landry hefur annars staðið sig frábærlega í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og er líklega til afreka með Keflavík næsta vetur.
Af hverju heitir nýr leikmaður Keflavíkur Porsche?

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Fleiri fréttir
