Steig skrefið og kom út úr skápnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2013 16:48 Jason Collins í baráttunni við Dwight Howard. Nordicphotos/Getty Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér. NBA Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér.
NBA Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn