Við erum öll dívur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2013 09:30 Flytjendurnir fjórir elska söngleiki .Fréttablaðið/Valli „Við flytjum rjómann af söngleikjalögum, lög sem allir þekkja og einnig ný lög sem ekki hafa verið flutt á Íslandi. Við verðum í Norðurljósasal Hörpu þar sem gestir geta setið við borð og vætt kverkarnar. Við erum með þriggja manna hljómsveit sem er á við sjö manns en hana skipa Karl Olgeirsson á píanó, Robbi Þórhalls á bassa og Óli Hólm á trommur,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Hún syngur fyrir gesti á tónleikunum Ef lífið væri söngleikur ásamt þeim Bjarna Snæbjörnssyni, Margréti Eir og Orra Hugin Ágústssyni. Þá sér dansarinn og söngleikjafræðingurinn Cameron Corbett um danshreyfingar og Jón Agnar Egilsson leikstýrir. Aðeins verður um eina tónleika að ræða í Hörpu þann 16. nóvember en hópurinn hefur hug á að ferðast með þá út á land eftir áramót. Flytjendurnir fjórir eru allir mikið fyrir söngleiki en Sigríður segir enga dívustæla líðast á æfingum. „Við erum öll dívur. Ég og Margrét erum kannski með sterkari skoðanir en strákarnir. Við þekkjumst öll svo vel að það verður aldrei neitt drama þegar einhver ætlar að færa sig upp á skaftið.“ Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við flytjum rjómann af söngleikjalögum, lög sem allir þekkja og einnig ný lög sem ekki hafa verið flutt á Íslandi. Við verðum í Norðurljósasal Hörpu þar sem gestir geta setið við borð og vætt kverkarnar. Við erum með þriggja manna hljómsveit sem er á við sjö manns en hana skipa Karl Olgeirsson á píanó, Robbi Þórhalls á bassa og Óli Hólm á trommur,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Hún syngur fyrir gesti á tónleikunum Ef lífið væri söngleikur ásamt þeim Bjarna Snæbjörnssyni, Margréti Eir og Orra Hugin Ágústssyni. Þá sér dansarinn og söngleikjafræðingurinn Cameron Corbett um danshreyfingar og Jón Agnar Egilsson leikstýrir. Aðeins verður um eina tónleika að ræða í Hörpu þann 16. nóvember en hópurinn hefur hug á að ferðast með þá út á land eftir áramót. Flytjendurnir fjórir eru allir mikið fyrir söngleiki en Sigríður segir enga dívustæla líðast á æfingum. „Við erum öll dívur. Ég og Margrét erum kannski með sterkari skoðanir en strákarnir. Við þekkjumst öll svo vel að það verður aldrei neitt drama þegar einhver ætlar að færa sig upp á skaftið.“
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira