Handbolti

Fagna Framarar aftur?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Hörðustu stuðningsmenn Framara voru vafalaust ryðgaðir í morgunsárið eftir fagnaðarlætin í kjölfar Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta í gær. Þeir sömu þurfa þó að rífa sig í gang fyrir kvöldið því þeir bláklæddu gætu aftur haft ástæðu til að fagna.

Framarar taka á móti Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Safamýrarpiltar leiða 2-1 í einvíginu eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum. Haukar sneru við blaðinu í síðasta leik liðanna að Ásvöllum og unnu nokkuð sannfærandi sigur.

Ómögulegt er að spá fyrir um leik kvöldsins. Deildarmeistarar Hauka töpuðu í úrslitum í fyrra gegn HK en ætla sér stærri hluti í ár. Leikur liðanna í Safamýri hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24

Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið.

Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu

Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram.

Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt

Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×