Snorri Hrafnkelsson er genginn til liðs við meistaraflokk karla hjá Njarðvík. Miðherjinn samdi við Njarðvík til tveggja ára.
Snorri er 19 ára og tveir metrar á hæð. Hann er alinn upp hjá Breiðabliki og lék með liðinu upp alla yngri flokka. Hann var á mála hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Ljóst er að Nigel Moore verður áfram í herbúðum Njarðvíkur á næstu leiktíð. Ekki verður samið við Marcus Van enda má hvert lið aðeins tefla fram einum erlendum leikmanni inni á vellinum hverju sinni.
