Innlent

Hanna Birna myndi stórauka fylgi Sjálfstæðisflokksins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Könnunin bendir til þess að Hanna Birna myndi sem formaður Sjálfstæðismanna ná að klípa duglega af fylgi Framsóknarflokksins.
Könnunin bendir til þess að Hanna Birna myndi sem formaður Sjálfstæðismanna ná að klípa duglega af fylgi Framsóknarflokksins.
Um helmingur þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður flokksins. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið.

Þátttakendur könnunarinnar voru meðal annars spurðir að því hvort þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna yrði formaður flokksins og leiddi flokkinn í komandi kosningum. Um 44 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins svara spurningunni játandi, þar af svara um 19 prósent "já, örugglega" og um 25 prósent "já, líklega".

Því er ljóst að Hanna Birna myndi sem formaður Sjálfstæðismanna ná að klípa duglega af fylgi Framsóknarflokksins, en hann mældist með um 30 prósenta fylgi í könnun MMR fyrr í vikunni.

Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, og þar er einnig fjallað um hvaða stuðningsmenn annarra flokka myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn leiddan af Hönnu Birnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×