Lífið

Skvísulegt að brjóta skó í afmæli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Eva Laufey Kjaran er listakokkur, áhugaljósmyndari og skvísa á háum hælum.
Eva Laufey Kjaran er listakokkur, áhugaljósmyndari og skvísa á háum hælum.
„Bestu kaupin eru iPhone-inn minn. Þar er allt á einum stað,“ segir Eva Laufey Kjaran, einn vinsælasti matarbloggari landsins. Hún segir símann sinn ómissandi „Ég tek mikið af myndum með honum og skoða þar tölvupóstinn minn.“

Eva Laufey vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu matreiðslubók, en útgáfa er fyrirhuguð nú í haust. „Ég klára vonandi skriflega efnið í vikunni. Svo fer ég í að taka myndirnar í bókina,“ segir Eva en hún segist þó ekki ætla að taka þær með snjallsímanum. „Ég á líka Canon-myndavél sem er mjög fín og ég tek myndirnar á hana. En það er þægilegra að ferðast með snjallsímann.“

Verstu kaup Evu eru platform-skór sem hún keypti á netinu og lét senda frá útlöndum. „Þeir brotnuðu í miðju afmæli, það var voða skvísulegt.“ Hún segist ganga mikið á háum hælum en hefur eftir þetta atvik ekki treyst sér til að versla þá á netinu. „Ég er svo léleg í því, eins og sannaðist þarna í afmælinu. Það er betra að máta þá í búðunum.“

Bók Evu Laufeyjar kemur út snemma í haust. Þangað til geta áhugasamir sótt til hennar uppskriftir á vefsíðuna evalaufeykjaran.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.