Lífið

Húsnæðið springur utan af Mjölni

Marín Manda skrifar
Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis er ánægður með eftirspurnina.
Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis er ánægður með eftirspurnina.
Bardagaíþróttaklúbburinn Mjölnir er svo vinsæll að stækka þarf húsnæðið til að anna eftirspurninni. 

„Við erum í mjög stóru rými nú þegar en það er svo gríðarlega mikil aðsókn að við ætlum að bæta við okkur nýjum sal sem verður tilbúinn í september. Við vitum ekki til að það sé í boði annað „bardagagym“ af þessari stærðargráðu í allri Evrópu,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis.





Jón Viðar í hringnum hjá Mjölni.
Í hverjum mánuði hefjast ný námskeið í Mjölni og segir Jón Viðar að það séu margir þættir sem spila inn í þennan mikla áhuga. 

„Þetta er ótrúlega skemmtileg hreyfing og svo hefur Gunnar Nelson fengið gott umtal. Nú erum við með um þúsund meðlimi og bætum því við mörgum tímum og förum upp í að kenna 85 tíma á viku,“ segir Jón Viðar og bætir við að konur séu duglegar að sækja tíma í víkingaþreki þrátt fyrir að meirihluti meðlima sé karlmenn. 

Jafnframt segir Jón Viðar að margir útlendingar og ferðamenn séu farnir að sækja æfingar hjá Mjölni og skemmtilegt þyki að sjá viðbrögðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.