Gömlu góðu sleðarnir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 11:00 Henry Rollins, sem gerði garðinn frægan í gamla daga með hljómsveitum á borð við Black Flag og Rollins Band, kom fram á hverjum einasta degi. mynd/AFP Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistarhátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmtikrafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins.Hinn danski Lars Ulrich var á útopnu ásamt hljómsveit sinni Metallica á laugardagskvöldinu.mynd/afpHeimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reyndist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddartölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forréttindi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur.Áhorfendur fengu þrívíddargleraugu til að geta notið Kraftwerk á sunnudagskvöldinu.mynd/afp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistarhátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmtikrafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins.Hinn danski Lars Ulrich var á útopnu ásamt hljómsveit sinni Metallica á laugardagskvöldinu.mynd/afpHeimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reyndist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddartölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forréttindi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur.Áhorfendur fengu þrívíddargleraugu til að geta notið Kraftwerk á sunnudagskvöldinu.mynd/afp
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira