Lífið

Hálsmenin fá fólk til að brosa

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Myndlistarkonan Gegga hannar hálsmenin Smiler. mynd/Bjarney Lúðvíksdóttir
Myndlistarkonan Gegga hannar hálsmenin Smiler. mynd/Bjarney Lúðvíksdóttir
„Það hefur gengið vel og fólk virðist mjög hrifið af hugmyndinni,“ segir myndlistarkonan Helga Birgisdóttir, eða Gegga, sem hannar hálsmenin Smiler. Hálsmenin eru þannig gerð að sá sem þau kaupir getur stungið þeim á milli munnvikanna og þar með búið til bros.

„Hugmyndin kviknaði þegar ég var við nám í Listaháskóla Íslands um aldamótin. Þá fór ég að vinna mikið í sjálfri mér og skoða mín eigin gildi, og byrjaði svo að hanna þennan grip,“ segir Gegga, sem er lærð ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og starfar á geðdeild Landspítalans.

Hún segir Smiler eigi að fá menn til að hugsa um andleg gildi sem henni finnst vanta í þjóðfélagsumræðuna. Mikið hefur verið fjallað um hrottafengnar sýruárásir gegn konum í Indlandi undanfarna mánuði. Gegga ákvað því að láta hluta af sölunni á Smiler renna til góðgerðarsamtakanna Stop Acid Attacks í takmarkaðan tíma, en samtökin berjast einmitt gegn árásum sem þessum.

Fjölmargir Íslendingar hafa sýnt hugmyndafræði Smiler áhuga.

„Það er virkilega margt gott og kraftmikið fólk í þjóðfélaginu sem vill hreykið telja sig í hópi „Smilera“,“ segir Gegga. Hægt er að skoða hálsmenin og hugmyndafræðina inn á vefsíðunni Smiler.is eða í hjá Geggu í Skipasundi 38.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.