Snowden á Alþingi Elín Hirst skrifar 11. júlí 2013 06:00 Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun