Vændi er staðreynd á Íslandi Sandra Marín Gunnarsdóttir og Ester Auðbjörnsdóttir skrifar 8. desember 2013 06:00 Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun