Lífið

Tíu Jólastjörnur í úrslit

Marín Manda skrifar
Dómnefndin hlustar á stúlkurnar syngja.
Dómnefndin hlustar á stúlkurnar syngja. Myndir/Gunnar Ásgeirsson
Leitin að Jólastjörnunni 2013 er í fullum gangi og í gær hittu tíu stúlkur dómnefndina í úrslitaprufum. Af þessum tíu mun ein standa uppi sem sigurvegari og hreppa titilinn Jólastjarnan 2013. 

Sungið með mikilli innlifun.
Jólastjarnan er söngkeppni fyrir krakka 16 ára og yngri, en þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og er þátttakan stigvaxandi ár hvert. Alls tóku tæplega 500 ungmenni þátt í Jólastjörnunni í ár en þessar tíu stúlkur voru boðaðar í úrslit. Stúlkurnar eru á aldrinum 10-15 ára og heita Andrea,  Agla Bríet, Birta, Nína Dögg, Sara Renee, Eik, Kolfreyja Sól, Veronika Heba, Diljá og Klara Sól.

Gunnar Helgason, Hulda Björk Garðarsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Björgvin Halldórsson sitja í dómnefndinni.
Sigurvegarinn mun stíga á svið á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins í Laugardalshöllinni þann 14. desember næstkomandi. Hægt verður að fylgjast nánar með prufunum í Íslandi í dag á Stöð 2 á næstunni þegar sigurvegarinn veður kynntur. 



Nánari upplýsingar um jólagesti má finna á jolagestir.is



M
eðfylgjandi myndir voru teknar af Gunnari Ásgeirssyni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.