Hnefaleikakappinn Magomed Abdusalamov var fluttur á sjúkrahús eftir bardaga gegn Mike Perez í Madison Square Gardan á aðfaranótt sunnudags en Abdusalamov tapaði bardaganum eftir tíu lotur á stigum.
Rússinn var svæfður strax eftir bardagann og er núna haldið sofandi sökum alvarlegra höfuðáverka sem hann hlaut eftir bardagann.
Perez náði góðu höggi á Abdusalamov í upphafi bardagans með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Abdusalamov kláraði bardagann en hann var áður ósigraður.
Rússinn mun einnig hafa handabrotnað í bardaganum og leit skelfilega út þegar honum var lokið. Eftir bardagann var hann flutur strax á Roosevelt-spítalann í New York og eftir heilaskanna kom í ljós að hann væri með smávægilegan blóðtappa í heila.
Eftir að hafa kvartað yfir ógleði og óþægindum í höfði var hann svæfður og er enn haldið sofandi.
Abdusalamov er haldið sofandi eftir bardagan gegn Perez
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn






Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti