Þegar aldurinn skiptir máli Drífa Jenný Helgadóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar