Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:45 Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21