Fjármögnun Kung fu-myndar fer hratt af stað á Kickstarter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2013 14:42 Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira