Menning

42 verkefni fengu styrk

Libia Castro og Ólafur Ólafsson voru á meðal þeirra sem fengu styrk.
Libia Castro og Ólafur Ólafsson voru á meðal þeirra sem fengu styrk. Mynd/Job Janssen og Jan Adriaans.
Myndlistarráð úthlutaði í annað sinn úr Myndlistarsjóði hinn 23. desember.

Að þessu sinni styrkir sjóðurinn 42 verkefni um alls 21,5 milljónir og fá styrkina myndlistarmenn og fagaðilar á sviði myndlistar.

Styrkirnir skiptust í fimm flokka. Veittir voru þrír undirbúningsstyrkir, alls kr. 700.000, ellefu minni verkefnastyrkir, alls kr. 3.300.000, sautján stórir verkefnastyrkir, kr. 10.800.000, sex styrkir til útgáfu og rannsókna, kr. 4.500.000, og fimm aðrir styrkir, kr. 2.200.000.

Á árinu 2013 bárust myndlistarsjóði 226 umsóknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.