Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2013 18:30 Tord Lien, eða "Turbo-Tord", nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum. Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum.
Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23
Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45