Innlent

Vonast til að ný ríkisstjórn geri allt til að koma álverinu í Helguvík í gang

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisfokksins í Suðurkjördæmi segir að ef Sjálfstæðismenn verði við stjórnvölinn í næstu ríkisstjórn vonast hún til að samstaða verði um það í þingflokknum og í ríkisstjórn að gera allt sem er á valdi stjórnvalda til að koma álverinu í Helguvík í gang.

Það þurfi meðal annars að tryggja sambærilega opinbera aðkomu að því verkefni og samþykkt var á lokadögum þingsins varðandi framkvæmdir vegna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Þetta segir Ragnheiður Elín í viðtali á fréttavef Víkurfrétta. Hins vegar telur hún bráðliggja á að gera gangskör í málefnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bæta stöðu sjúkrahússins sem hefur verið erfið síðustu misseri.     

Frétt Víkurfrétta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×