Körfubolti

Meiðslum hrjáð Bulls sló út Nets

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leikmenn Nets réðu ekkert við Noah.
Leikmenn Nets réðu ekkert við Noah. Mynd/AP
Þrátt fyrir mikil meiðslavandræði sigraði Chicago Bulls Brooklyn Nets á útivelli í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA körfuboltans í nótt 99-93. Joakim Noah fór á kostum í leiknum.

Bulls lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins gekk frábærlega og var liðið 17 stigum yfir í hálfleik 61-44 og það þrátt fyrir að Luol Deng, Kirk Hinrich og Derrick Rose séu allir fjarverandi vegna meiðsla.

Með Deron Williams í fararbroddi náði Nets að minnka muninn í sjö stig fyrir fjórða leikhluta en það munaði miklu að hinn rándýri Joe Johnson náði sér aldrei á strik en hann hitti úr aðeins 2 af 14 skotum sínum og stóð engan vegin undir launatékkanum þegar á þurfti að halda.

Bulls  hélt út og mætir Miami Heat í undanúrslitum Austurstrandarinnar. Frábær árangur hjá liði sem hefur ekki notað krafta síns besta leikmanns í einum einasta leik á tímabilinu, Rose.

Joakim Noah skoraði 24 stig og tók 14 fráköst fyrir Bulls. Marco Belinelli skoraði 24 stig og Carlos Boozer 17.

Deron Williams skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Nets. Brook Lopez skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Gerald Wallace skoraði 19 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×