Fékk loksins tækifærið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2013 06:00 Guðbjörg verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun en þá leikur Ísland sinn stærsta landsleik frá upphafi. Stelpurnar mæta þá gestgjöfum Svíþjóðar í fjórðungsúrslitum EM. mynd/Niko G-son Hún er búin að vera í skugganum nær allan sinn landsliðsferil og það vissu kannski fáir hvað virkilega bjó í Guðbjörgu Gunnarsdóttur, eða Guggu eins og hún er alltaf kölluð. Eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Svíþjóð hefur þessi 28 ára gamli markvörður sýnt það að hún blómstrar á stóra sviðinu og nú þekkir hana örugglega hvert mannsbarn á Íslandi. Þóra Björg Helgadóttir hefur staðið vaktina í marki íslenska kvennalandsliðsins í nær öllum stærstu leikjum stelpnanna okkar en meiðsli hennar í aðdraganda Evrópumótsins opnuðu dyrnar fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Fáar þjóðir búa jafnvel í markmannsmálunum og Ísland og það hefur komið vel í ljós í Svíþjóð. Guðbjörg hefur staðið dyggilega á bak við Þóru allan þennan tíma en hún var heldur betur klár þegar kallið kom frá landsliðsþjálfaranum fyrir fyrsta leikinn á EM. Guðbjörg átti fínan leik í jafnteflinu á móti Noregi, frábæran leik í tapi á móti Þýskalandi og nær fullkominn leik í sigrinum á Hollandi þar sem stelpurnar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Hún hefur vaxið með hverjum leik og það leikur enginn vafi á að frammistaða hennar á mikinn þátt í sögulegum árangri íslenska liðsins.Aldrei upplifað annað eins„Þetta er algjör draumur. Þegar það var flautað til leiksloka þá sá ég fólk gráta í kringum mig. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona, í það minnsta ekki með landsliði. Ég held að ég átti mig ekki á þessu fyrr en ég er komin heim,“ segir Guðbjörg. „Það hjálpar auðvitað að spila leik eftir leik eftir leik. Mér finnst mjög mikill munur núna og í leiknum á móti Noregi í fyrsta leik. Því meira sem maður spilar því öruggari er maður,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg Gunnarsdóttir er 28 ára Hafnfirðingur sem er á sínu fimmta tímabili sem atvinnumaður. Hún hóf ferilinn með FH en fór í Val þegar hún var 17 ára gömul. Frá árinu 2009 hefur hún spilað í Svíþjóð og nú Noregi. En af hverju fór í hún fótbolta og hvernig endaði hún í markinu? „Allar vinkonur mínar voru í fótbolta og við vorum alltaf úti í frímínútum að keppa á móti strákunum. Allar stelpurnar fóru í FH í fótbolta og allir strákarnir fóru í Hauka í handbolta. Svo vorum við alltaf að reyna að vinna þá,“ segir Guðbjörg brosandi. „Á fyrsta mótinu mínu þá sagði þjálfarinn við mig: „Þú verður í marki.“ Ég held að ég hafi verið eini krakkinn sem var það klikkaður að vera að skutla sér út um allt. Mér gekk ótrúlega vel í marki strax frá byrjun og auðvitað vill maður vera þar sem manni gengur vel,“ segir Guðbjörg. „Ég byrja í FH en eftir mót með 17 ára landsliðinu þar sem við lentum í þriðja sæti þá hafði Valur samband. Það var aldrei aftur snúið eftir það því svo komu bara gullaldarár Vals og það var algjört ævintýri að taka þátt í því. Ég á erfitt með að velja á milli þess í dag hvort ég sé meiri FH-ingur eða Valsari,“ segir Guðbjörg sem varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu.Valdi atvinnumennskuna„Stefnan var alltaf sett á það að verða atvinnumaður. Ég átti pínu erfitt með að velja á milli því mig langaði líka að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Það kom fullt af tilboðum þaðan en við í Val komumst áfram í Evrópukeppnina og það varð áhrifavaldur í mínu lífi. Ég sagði nei við háskólana því þá hefði ég þurft að fara út í ágúst og misst af Evrópukeppninni,“ segir Guðbjörg. Sænska liðið Djurgården fékk mikinn áhuga á Guðbjörgu eftir að liðið mætti Val í Evrópukeppninni en Guðbjörg fór ekki út fyrr en eftir þrjú ár. „Mér fannst ég of ung þá og ekki tilbúin að flytja ein út. Ég hélt alltaf góðu sambandi við þá,“ segir Guðbjörg sem fór út árið 2009. „Þegar ég kom í liðið var þetta einn stærsti klúbburinn í Svíþjóð. Eftir það ár urðu algjör kynslóðaskipti í liðinu og kjarninn í liðinu hætti. Ég held að ég hafi verið eini leikmaðurinn úr byrjunarliðinu sem var eftir. Fjárhagslega var liðið komið í þvílík vandræði. Þeir voru búnir að kaupa svo mikið af stjörnum, sérstaklega árið áður. Þetta var svo dýrt að þetta fór eiginlega bara á hausinn,“ segir Guðbjörg. „Þeir þurftu að byrja á núlli en mér leið svo vel þarna að ég vildi halda áfram að taka þátt í þessu. Ég sé ekkert eftir því. Ég var fyrirliði tvö af þeim fjórum árum sem ég var þarna og ég lærði ógeðslega mikið af veru minni. Það var ótrúlega mikið að gera hjá mér undir lokin og ógeðslega leiðinlegt að tapa svona mikið af leikjum. Ég held að ég hafi bara lært svo mikið af þessu sem manneskja og karakter. Það er ótrúlega létt að vera fyrirliði þegar vel gengur en þegar illa gengur þá þarftu að sýna úr hverju þú ert gerð,“ segir Guðbjörg sem leitaði sér að nýju liði í vetur eftir að Djurgården féll úr deildinni síðasta sumar.Of gott til að vera satt„Ég fékk nokkur tilboð frá sænskum liðum. Mér fannst ég vera komin með nóg og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég var að hugsa um að fara til Rússlands eða Þýskalands en svo bara kom þetta upp með Avaldsnes. Þetta var svo mikið ævintýri og svo spennandi að heyra um aðstöðuna og þennan fjárhagslegan bakgrunn. Þetta var eiginlega of gott til að vera satt,“ segir Guðbjörg, sem var gerð að fyrirliða Avaldsnes-liðsins strax á fyrsta ári. Hún býr ein í Avaldsnes, sem er sex þúsund manna þorp á vesturströnd Noregs. „Ég sakna vissulega Stokkhólms því ég er borgarbarn í mér. Avaldsnes og Haugasund hafa sinn sjarma. Þetta er algjör sveit og geggjuð viðbrigði að koma frá því að búa í miðborg Stokkhólms,“ segir Guðbjörg.Fótbolti er liðsíþróttGuðbjörg hefur aldrei verið með læti þrátt fyrir fá tækifæri og ávallt staðið við bakið á Þóru. „Þetta er liðsíþrótt og maður þarf alltaf að styðja fyrstu ellefu. Það er bara þjálfarinn sem ákveður liðið. Það er auðvitað súrt að spila ekki en maður verður bara að virða það og hvetja liðið áfram. Mér finnst ég hafa verið hluti af hópnum,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg spilaði sinn 26. landsleik á móti Hollandi. Hún hefur á sama tíma verið 47 sinnum á bekknum án þess að fá að koma inn á. Í hægri bakverðinum spilaði jafnaldra hennar, Dóra María Lárusdóttir, sem var að spila sinn 93. landsleik. „Við Dóra María vorum að hlæja að því að við vorum vígðar í sömu ferð og ég held að hún sé bráðum að fara að detta í hundrað leikina. Ég er búin að vera mjög lengi í landsliðinu án þess að fá stór tækifæri eins og ég hef fengið núna. Nú ætla ég að njóta þess í botn á meðan ég fæ að spila,“ segir Guðbjörg. „Það hafa ótrúlega margir verið að styðja við bakið á mér á þessum tíma. Stelpurnar hafa alltaf gefið mér klapp á bakið fyrir að vera svona dugleg að bíða svona lengi. Ég viðurkenni alveg að það hafa komið tímar og mánuðir þar sem ég hef verið að íhuga það að hætta í landsliðinu. Ég er bara keppnismanneskja og ég vil spila. Þetta var ekkert auðvelt en ég gat ekki hætt. Ég hefði þá verið svo mikið að gefast upp. Loksins finnst mér ég vera að uppskera eftir margra margra ára vinnu,“ segir Guðbjörg. Það er samt ekki sjálfgefið að fá tækifærið og nýta það með jafnmiklum glæsibrag og Guðbjörg hefur gert á EM. Hún fer líka létt með aukna athygli sem fylgir því að blómstra í sviðsljósinu. „Ég held að það hafi hjálpað mér að vera fyrirliði svona lengi. Þetta er fimmta árið mitt í atvinnumennsku og ég er búin að vera fyrirliði á þremur þeirra. Ég hef oft verið sá sem hefur þurft að standa upp og tala þegar enginn segir neitt. Það er nýtt fyrir mig að vera í þessu hlutverki í landsliðinu því ég hef aldrei fengið sama tækifæri hér og í mínum félagsliðum,“ segir Guðbjörg en viðurkennir þó að hún hafi aldrei farið í svona mörg viðtöl og síðustu daga.En hvernig sér Guðbjörg framtíðina? „Ég er hagfræðingur að mennt svo ég er með smá menntun. Ég gæti alveg hugsað mér að mennta mig meira í þeim bransa. Ég á hins vegar enn þá nokkur góð ár eftir í fótboltanum en ég heyrði það einhvers staðar að kvennamarkmenn blómstri frá 28 ára til 33 ára. Ég vona því að ég eigi mín bestu ár eftir,“ segir Guðbjörg að lokum. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Hún er búin að vera í skugganum nær allan sinn landsliðsferil og það vissu kannski fáir hvað virkilega bjó í Guðbjörgu Gunnarsdóttur, eða Guggu eins og hún er alltaf kölluð. Eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Svíþjóð hefur þessi 28 ára gamli markvörður sýnt það að hún blómstrar á stóra sviðinu og nú þekkir hana örugglega hvert mannsbarn á Íslandi. Þóra Björg Helgadóttir hefur staðið vaktina í marki íslenska kvennalandsliðsins í nær öllum stærstu leikjum stelpnanna okkar en meiðsli hennar í aðdraganda Evrópumótsins opnuðu dyrnar fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Fáar þjóðir búa jafnvel í markmannsmálunum og Ísland og það hefur komið vel í ljós í Svíþjóð. Guðbjörg hefur staðið dyggilega á bak við Þóru allan þennan tíma en hún var heldur betur klár þegar kallið kom frá landsliðsþjálfaranum fyrir fyrsta leikinn á EM. Guðbjörg átti fínan leik í jafnteflinu á móti Noregi, frábæran leik í tapi á móti Þýskalandi og nær fullkominn leik í sigrinum á Hollandi þar sem stelpurnar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Hún hefur vaxið með hverjum leik og það leikur enginn vafi á að frammistaða hennar á mikinn þátt í sögulegum árangri íslenska liðsins.Aldrei upplifað annað eins„Þetta er algjör draumur. Þegar það var flautað til leiksloka þá sá ég fólk gráta í kringum mig. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona, í það minnsta ekki með landsliði. Ég held að ég átti mig ekki á þessu fyrr en ég er komin heim,“ segir Guðbjörg. „Það hjálpar auðvitað að spila leik eftir leik eftir leik. Mér finnst mjög mikill munur núna og í leiknum á móti Noregi í fyrsta leik. Því meira sem maður spilar því öruggari er maður,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg Gunnarsdóttir er 28 ára Hafnfirðingur sem er á sínu fimmta tímabili sem atvinnumaður. Hún hóf ferilinn með FH en fór í Val þegar hún var 17 ára gömul. Frá árinu 2009 hefur hún spilað í Svíþjóð og nú Noregi. En af hverju fór í hún fótbolta og hvernig endaði hún í markinu? „Allar vinkonur mínar voru í fótbolta og við vorum alltaf úti í frímínútum að keppa á móti strákunum. Allar stelpurnar fóru í FH í fótbolta og allir strákarnir fóru í Hauka í handbolta. Svo vorum við alltaf að reyna að vinna þá,“ segir Guðbjörg brosandi. „Á fyrsta mótinu mínu þá sagði þjálfarinn við mig: „Þú verður í marki.“ Ég held að ég hafi verið eini krakkinn sem var það klikkaður að vera að skutla sér út um allt. Mér gekk ótrúlega vel í marki strax frá byrjun og auðvitað vill maður vera þar sem manni gengur vel,“ segir Guðbjörg. „Ég byrja í FH en eftir mót með 17 ára landsliðinu þar sem við lentum í þriðja sæti þá hafði Valur samband. Það var aldrei aftur snúið eftir það því svo komu bara gullaldarár Vals og það var algjört ævintýri að taka þátt í því. Ég á erfitt með að velja á milli þess í dag hvort ég sé meiri FH-ingur eða Valsari,“ segir Guðbjörg sem varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu.Valdi atvinnumennskuna„Stefnan var alltaf sett á það að verða atvinnumaður. Ég átti pínu erfitt með að velja á milli því mig langaði líka að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Það kom fullt af tilboðum þaðan en við í Val komumst áfram í Evrópukeppnina og það varð áhrifavaldur í mínu lífi. Ég sagði nei við háskólana því þá hefði ég þurft að fara út í ágúst og misst af Evrópukeppninni,“ segir Guðbjörg. Sænska liðið Djurgården fékk mikinn áhuga á Guðbjörgu eftir að liðið mætti Val í Evrópukeppninni en Guðbjörg fór ekki út fyrr en eftir þrjú ár. „Mér fannst ég of ung þá og ekki tilbúin að flytja ein út. Ég hélt alltaf góðu sambandi við þá,“ segir Guðbjörg sem fór út árið 2009. „Þegar ég kom í liðið var þetta einn stærsti klúbburinn í Svíþjóð. Eftir það ár urðu algjör kynslóðaskipti í liðinu og kjarninn í liðinu hætti. Ég held að ég hafi verið eini leikmaðurinn úr byrjunarliðinu sem var eftir. Fjárhagslega var liðið komið í þvílík vandræði. Þeir voru búnir að kaupa svo mikið af stjörnum, sérstaklega árið áður. Þetta var svo dýrt að þetta fór eiginlega bara á hausinn,“ segir Guðbjörg. „Þeir þurftu að byrja á núlli en mér leið svo vel þarna að ég vildi halda áfram að taka þátt í þessu. Ég sé ekkert eftir því. Ég var fyrirliði tvö af þeim fjórum árum sem ég var þarna og ég lærði ógeðslega mikið af veru minni. Það var ótrúlega mikið að gera hjá mér undir lokin og ógeðslega leiðinlegt að tapa svona mikið af leikjum. Ég held að ég hafi bara lært svo mikið af þessu sem manneskja og karakter. Það er ótrúlega létt að vera fyrirliði þegar vel gengur en þegar illa gengur þá þarftu að sýna úr hverju þú ert gerð,“ segir Guðbjörg sem leitaði sér að nýju liði í vetur eftir að Djurgården féll úr deildinni síðasta sumar.Of gott til að vera satt„Ég fékk nokkur tilboð frá sænskum liðum. Mér fannst ég vera komin með nóg og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég var að hugsa um að fara til Rússlands eða Þýskalands en svo bara kom þetta upp með Avaldsnes. Þetta var svo mikið ævintýri og svo spennandi að heyra um aðstöðuna og þennan fjárhagslegan bakgrunn. Þetta var eiginlega of gott til að vera satt,“ segir Guðbjörg, sem var gerð að fyrirliða Avaldsnes-liðsins strax á fyrsta ári. Hún býr ein í Avaldsnes, sem er sex þúsund manna þorp á vesturströnd Noregs. „Ég sakna vissulega Stokkhólms því ég er borgarbarn í mér. Avaldsnes og Haugasund hafa sinn sjarma. Þetta er algjör sveit og geggjuð viðbrigði að koma frá því að búa í miðborg Stokkhólms,“ segir Guðbjörg.Fótbolti er liðsíþróttGuðbjörg hefur aldrei verið með læti þrátt fyrir fá tækifæri og ávallt staðið við bakið á Þóru. „Þetta er liðsíþrótt og maður þarf alltaf að styðja fyrstu ellefu. Það er bara þjálfarinn sem ákveður liðið. Það er auðvitað súrt að spila ekki en maður verður bara að virða það og hvetja liðið áfram. Mér finnst ég hafa verið hluti af hópnum,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg spilaði sinn 26. landsleik á móti Hollandi. Hún hefur á sama tíma verið 47 sinnum á bekknum án þess að fá að koma inn á. Í hægri bakverðinum spilaði jafnaldra hennar, Dóra María Lárusdóttir, sem var að spila sinn 93. landsleik. „Við Dóra María vorum að hlæja að því að við vorum vígðar í sömu ferð og ég held að hún sé bráðum að fara að detta í hundrað leikina. Ég er búin að vera mjög lengi í landsliðinu án þess að fá stór tækifæri eins og ég hef fengið núna. Nú ætla ég að njóta þess í botn á meðan ég fæ að spila,“ segir Guðbjörg. „Það hafa ótrúlega margir verið að styðja við bakið á mér á þessum tíma. Stelpurnar hafa alltaf gefið mér klapp á bakið fyrir að vera svona dugleg að bíða svona lengi. Ég viðurkenni alveg að það hafa komið tímar og mánuðir þar sem ég hef verið að íhuga það að hætta í landsliðinu. Ég er bara keppnismanneskja og ég vil spila. Þetta var ekkert auðvelt en ég gat ekki hætt. Ég hefði þá verið svo mikið að gefast upp. Loksins finnst mér ég vera að uppskera eftir margra margra ára vinnu,“ segir Guðbjörg. Það er samt ekki sjálfgefið að fá tækifærið og nýta það með jafnmiklum glæsibrag og Guðbjörg hefur gert á EM. Hún fer líka létt með aukna athygli sem fylgir því að blómstra í sviðsljósinu. „Ég held að það hafi hjálpað mér að vera fyrirliði svona lengi. Þetta er fimmta árið mitt í atvinnumennsku og ég er búin að vera fyrirliði á þremur þeirra. Ég hef oft verið sá sem hefur þurft að standa upp og tala þegar enginn segir neitt. Það er nýtt fyrir mig að vera í þessu hlutverki í landsliðinu því ég hef aldrei fengið sama tækifæri hér og í mínum félagsliðum,“ segir Guðbjörg en viðurkennir þó að hún hafi aldrei farið í svona mörg viðtöl og síðustu daga.En hvernig sér Guðbjörg framtíðina? „Ég er hagfræðingur að mennt svo ég er með smá menntun. Ég gæti alveg hugsað mér að mennta mig meira í þeim bransa. Ég á hins vegar enn þá nokkur góð ár eftir í fótboltanum en ég heyrði það einhvers staðar að kvennamarkmenn blómstri frá 28 ára til 33 ára. Ég vona því að ég eigi mín bestu ár eftir,“ segir Guðbjörg að lokum.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira