Guðjón Valur gæti misst af EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2013 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson er tognaður á kálfa og er óvissa um þátttöku hans á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Stefán Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira