70 prósent minni hæfileikar? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 28. desember 2013 07:00 Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar