Innlent

Erla Bolladóttir íhugar að kæra nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erla Bolladóttir íhugar að kæra nauðgun.
Erla Bolladóttir íhugar að kæra nauðgun.
Erla Bolladóttir, ein af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, íhugar að kæra tvo menn fyrir kynferðisbrot. Erla greindi frá þessu í samtali við fréttavef mbl.is en hefur staðfest frásögnina við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Annar mannanna mun hafa haft samræði við Erlu en hinn káfað á henni.

Mennirnir eru rannsóknarmaður hjá lögreglunni og fangavörður í Síðumúlafangelsinu sem störfuðu þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu árið 1976.

Erla nafngreindi mennina við rannsóknarnefnd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem skilaði skýrslu í síðustu viku en hefur ekki greint frá nafni þeirra opinberlega. Hún segir að hún muni leggja fram kæru mjög fljótlega, ef af verði, jafnvel strax í næstu viku.

Erla greindi líka frá nauðguninni í sjálfsævisögu sinni Erla góða Erla, sem kom út árið 2008. Þar rifjar Erla upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið og samband sitt við Sævar Ciesielski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×