Lífið

Má ekki kyssa synina fyrir framan vinina

Söngkonan Britney Spears frumflutti nýja lagið sitt Ooh La La í útvarpsþætti Ryan Seacrest í gær og opnaði sig líka um samband sitt við synina Sean og Jaden sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kevin Federline.

“Synir mínir eru sex og sjö ára þannig að þeir eru á því stigi núna að mamma má ekki kyssa þá fyrir framan vinina og fleira í þeim dúr. Þeir eru farnir að átta sig á því hvað er svalt og hvað ekki,” segir Britney.

Fótboltamamma.
Lagið Ooh La La mun heyrast í kvikmyndinni Smurfs 2 og ákvað Britney að leggja Strumpunum lið fyrir drengina sína.

Britney gefur bráðum út áttundu stúdíóplötuna sína.
“Aðalástæðan fyrir því að ég lét til leiðast var vegna strákanna minna. Þeir eru með Strumpana á heilanum. Við höfum sé kvikmyndina The Smurfs óteljandi sinnum og þeim var sagt að þeir gætu leikið í tónlistarmyndbandinu,” bætir Britney við en drengirnir fengu að leika sjálfa sig í myndbandinu.

Ú la la.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.