Innlent

Fjöldi mótmælti við útvarpshúsið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mótmælin fóru friðsamlega fram að sögn lögreglu.
Mótmælin fóru friðsamlega fram að sögn lögreglu. mynd/valli
Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan útvarpshúsið við Efstaleiti í dag, en mótmælin voru undir yfirskriftinni Stöndum með Ríkisútvarpinu.

„Við mótmælum yfirvofandi niðurskurði til Ríkisútvarpsins í nýju fjárlagafrumvarpi og þeirri forgangsröðun sem þar birtist hjá ríkisstjórninni,“ segir í lýsingu um mótmælin á Facebook, en mótmælin hófust klukkan 12:30.

Mótmælin fóru friðsamlega fram að sögn lögreglu en ekki er vitað hversu margir voru við útvarpshúsið.

Þá hafa tæplega 9.000 skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að afturkalla uppsagnir á RÚV, en 39 starfsmönnum var sagt þar upp í gær. Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um 500 milljónir króna og fækka starfsmönnum alls um 60.

mynd/valli
mynd/valli
mynd/valli
mynd/valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×