Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 13:15 Utanríkisráðherra vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Samsett mynd Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira