Lífið

Bruce Willis á von á barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Bruce Willis, 58 ára, á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming, 35 ára. Fyrir eiga þau dótturina Mabel sem er tuttugu mánaða.

Emma spókaði sig um á markaði í Los Angeles á sunnudaginn og frumsýndi óléttubumbuna.

Bruce og Emma gengu í það heilaga árið 2009, níu árum eftir að Bruce skildi við leikkonunni Demi Moore. Bruce og Demi eiga þrjár dætur saman, Rumer, 25 ára, Scout 22ja ára og Tallulah, nítján ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.