Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun