Íslensk verslun biður um „bailout“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun