"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 20:49 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. „Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“ Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“
Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira