Ádeila á raunveruleikann Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 17. nóvember 2013 17:00 Stúdentaleikhúsið sýnir Sá á fund sem finnur sig Mynd: Iona Sjöfn Leiklist: Sá á fund sem finnur sig Stúdentaleikhúsið Leikstjóri: Pétur Ármannsson Sá á fund sem finnur sig er nýtt íslenskt sviðsverk í uppsetningu Stúdentaleikhússins sýnt á Dansverkstæðinu við Skúlagötu. Verkið fjallar um leikarana sjálfa sem allir vilja „finna sig“. Þeir taka þátt í keppni um það hver sé bestur og fljótastur í að finna sig og áhorfendur fylgjast með ferlinu. Áhorfendum er falið að hafa áhrif á hver stendur uppi sem sigurvegari keppninnar að lokum og á þá leið er þeim ögrað til þess að leggja eigin skilning í verkið. Hér er ekki um að ræða leiksýningu í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur það sem kallast „performans“. Þá styðjast leikarar við leikkerfi, búninga og myndbandstækni. Hver sýning verður einstök því það virðist vera tilviljunarkennt hverjir fá að tjá sig og hve lengi hverju sinni. Verkið er tilraunakennt en sem „performans“ er það í hefðbundnari kantinum. Hugmyndasmiður og leikstjóri er Pétur Ármannsson. Pétri tekst vel að draga fram hæfileika hinna ófaglærðu leikara. Til dæmis var Ásthildur skemmtilega fjarverandi og veruleikafirrt í hlutverki sínu sem kynnir keppninnar og Grétar var sannfærandi sem einlægur einstaklingur sem ekki virtist auðveldlega ginnkeyptur gylliboðum þáttarstjórnenda. Einnig var spænskumælandi leikari í keppninni, Marjan, sem virtist ekki alveg skilja hvað var um að vera. Þá gilti einu hvort áhorfandinn skildi spænsku. Leikararnir voru hver og einn sannfærandi sem „þeir sjálfir“ og skiluðu hlutverkum sínum með sóma. Í verkinu er tekist á við hugmyndir um raunveruleikann. Um er að ræða ádeilu á samfélagið, raunveruleikasjónvarp og peningahyggju. Leikararnir vinna með ímyndir og leitina að sjálfum sér um leið og þeir keppast um athygli áhorfenda. Það leiðir þá á hálan ís, því hver sá sem keppist um athygli getur fljótlega orðið yfirborðskenndur eða ýktur. Sumir nota veikleika sína til þess að fá athygli á meðan aðrir ljúga kannski til þess? Ramminn utan um sýninguna er skýr en stefnuleysi lýsir ástandi leikaranna, enda um ringlaða einstaklinga að ræða. Sýningin nær ekki nægilega alvarlegum undirtóni til þess að hreyfa við áhorfendum en leikgleðin er mikil og boðskapurinn kemst til skila í gegnum húmor. Umgjörð og leikmynd er einföld. Með myndbandstækni skapast ákveðin ringulreið sem getur verið skírskotun í samtímann. Ringulreiðin verður þó heldur mikil í lokin. Sýningin virkar óraunveruleg þótt hún fjalli um veruleikann og sýnir þannig ástand fáránleika. Einnig er ýmsum fáránlegum blæbrigðum fléttað inn í „söguþráðinn“ sem gefur sýningunni mikið.Niðurstaða: Kómískur performans sem ögrar áhorfendum með ádeilu á raunveruleikann. Skemmtileg sýning sem vekur til umhugsunar. Vel gert áhugaleikhús. Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Sá á fund sem finnur sig Stúdentaleikhúsið Leikstjóri: Pétur Ármannsson Sá á fund sem finnur sig er nýtt íslenskt sviðsverk í uppsetningu Stúdentaleikhússins sýnt á Dansverkstæðinu við Skúlagötu. Verkið fjallar um leikarana sjálfa sem allir vilja „finna sig“. Þeir taka þátt í keppni um það hver sé bestur og fljótastur í að finna sig og áhorfendur fylgjast með ferlinu. Áhorfendum er falið að hafa áhrif á hver stendur uppi sem sigurvegari keppninnar að lokum og á þá leið er þeim ögrað til þess að leggja eigin skilning í verkið. Hér er ekki um að ræða leiksýningu í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur það sem kallast „performans“. Þá styðjast leikarar við leikkerfi, búninga og myndbandstækni. Hver sýning verður einstök því það virðist vera tilviljunarkennt hverjir fá að tjá sig og hve lengi hverju sinni. Verkið er tilraunakennt en sem „performans“ er það í hefðbundnari kantinum. Hugmyndasmiður og leikstjóri er Pétur Ármannsson. Pétri tekst vel að draga fram hæfileika hinna ófaglærðu leikara. Til dæmis var Ásthildur skemmtilega fjarverandi og veruleikafirrt í hlutverki sínu sem kynnir keppninnar og Grétar var sannfærandi sem einlægur einstaklingur sem ekki virtist auðveldlega ginnkeyptur gylliboðum þáttarstjórnenda. Einnig var spænskumælandi leikari í keppninni, Marjan, sem virtist ekki alveg skilja hvað var um að vera. Þá gilti einu hvort áhorfandinn skildi spænsku. Leikararnir voru hver og einn sannfærandi sem „þeir sjálfir“ og skiluðu hlutverkum sínum með sóma. Í verkinu er tekist á við hugmyndir um raunveruleikann. Um er að ræða ádeilu á samfélagið, raunveruleikasjónvarp og peningahyggju. Leikararnir vinna með ímyndir og leitina að sjálfum sér um leið og þeir keppast um athygli áhorfenda. Það leiðir þá á hálan ís, því hver sá sem keppist um athygli getur fljótlega orðið yfirborðskenndur eða ýktur. Sumir nota veikleika sína til þess að fá athygli á meðan aðrir ljúga kannski til þess? Ramminn utan um sýninguna er skýr en stefnuleysi lýsir ástandi leikaranna, enda um ringlaða einstaklinga að ræða. Sýningin nær ekki nægilega alvarlegum undirtóni til þess að hreyfa við áhorfendum en leikgleðin er mikil og boðskapurinn kemst til skila í gegnum húmor. Umgjörð og leikmynd er einföld. Með myndbandstækni skapast ákveðin ringulreið sem getur verið skírskotun í samtímann. Ringulreiðin verður þó heldur mikil í lokin. Sýningin virkar óraunveruleg þótt hún fjalli um veruleikann og sýnir þannig ástand fáránleika. Einnig er ýmsum fáránlegum blæbrigðum fléttað inn í „söguþráðinn“ sem gefur sýningunni mikið.Niðurstaða: Kómískur performans sem ögrar áhorfendum með ádeilu á raunveruleikann. Skemmtileg sýning sem vekur til umhugsunar. Vel gert áhugaleikhús.
Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira