Krafan um afnám verðtryggingar er ákall um ESB-aðild Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar