Lífið

Lemon opnar á Laugavegi

Ellý Ármanns skrifar
Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal eigendur Lemon.
Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal eigendur Lemon.

Veitingastaðurinn Lemon sem opnaði á Suðurlandsbraut með pompi og prakt fyrr á árinu mun opna á Laugavegi 24 síðar í sumar.

Jón Gunnar Geirdal, annar eigandi Lemon, segir staðinn hafa gengið vonum framar og að þeir félagarnir hafi því fljótlega ákveðið að finna hentugt húsnæði í miðbænum undir annan stað. 



Fagna frábærum viðtökum

„Í framhaldi af frábærum viðtökum Lemon á Suðurlandsbrautinni var ekki eftir neinu að bíða með næsta stað og var miðbærinn efstur á listanum og við fundum frábært húsnæði á besta stað í bænum, Laugavegi 24, sem opnar í lok júní,"  segir Jón Arnar Guðbrandsson, eigandi Lemon spurður um nýja staðinn. 

Sama hráefnið - sömu áherslur

„Áherslan verður áfram á sælkerasamlokur og ferskustu djúsa landsins og einstakt andrúmsloft og stemningu. Nýverið fórum við af stað með Lemon Pop-Up þar sem við mætum í fyrirtæki, veislur og alls kyns viðburði og búum til Lemon andrúmsloft á staðnum. Þá mæta djúsarar,  tónlistin frá DJ Margeir hljómar og sælkerasamlokur flæða um allt," segir hann jafnframt.



„Lemon Suðurlandsbraut, Lemon Laugavegi og Lemon Pop-Up er bara byrjunin á því sem koma skal í Lemon gleðinni," segir Jón þegar við kveðjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.