Lífið

Alltaf stutt í gleðina og kærleikann - myndir af Hemma Gunn

Ellý Ármanns skrifar

Hér rifjum við upp feril fjölmiðlamannsins ástsæla, Hermanns Gunnarssonar, sem féll frá í gær, aðeins 66 ára að aldri.  Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946.  Eins og sjá má á þessum myndum var alltaf stutt í gleðina og kærleikann hjá Hemma sem snerti alla sem urðu á vegi hans.

Hemmi lýsti upp tilveru vina og samstarfsmanna sinna á Bylgjunni.
Á tali með Hemma var einn langlífasti og vinsælasti sjónvarpsþáttur á Íslandi fyrr og síðar.
Þessi mynd lýsir Hemma mjög vel.
Þórgeir Ástvaldsson og Hemmi á góðri stundu. Þeir voru saman í Sumargleðinni sælla minninga.
Frábær útvarps- og sjónvarpsmaður.

„Með Rúnari er genginn mesti rokkari Íslandssögunnar og tvímælalaust ástsælasti tónlistarmaðurinn þjóðarinnar, eðal töffari með gullhjarta, feiminn, hjartahlýr og kærleiksríkur. Algjörlega laus við hroka, stæla eða sýndarmennsku og talaði aldrei illa um nokkurn mann og átti bara vini, enda gegnheill og sannur," lét Hemmi hafa eftir sér um vin sinn Rúnar eftir að hann féll frá. 

Spaugstofumenn og Hemmi í Efstaleiti.

Smelltu á efstu mynd í albúmi til að skoða allar myndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.