Árlega gerðar nokkrar aðgerðir eins og Jolie fór í Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. maí 2013 12:08 Angelina Jolie og Brad Pitt. Bandaríska leikkonan Angelina Jolie lét fjarlægja brjóst sín af ótta við að fá brjóstakrabbamein. Nokkrar slíkar aðgerðir eru gerðar hér á landi á hverju ári. Leikkonan þekkta ritaði grein sem birtist í bandaríska blaðinu The New York Times í dag þar sem hún greinir frá þessu. Móðir hennar lést eftir baráttu við brjóstakrabbamein en Angelina Jolie er líkt og móðir sín arfberi gensins BRCA1. Hún segir lækna sína hafa talið 87% líkur á að hún fengi brjóstakrabbamein líkt og móðir sín. Hún hafi því farið þá leið að fjarlægja brjóst sín sem fyrirbyggjandi aðgerð en með henni fari líkurnar á krabbameininu niður í 5%. Á Landspítalanum er í boði sérstök erfðaráðgjöf þar hægt er að kanna hvort að fólk sé í aukinni áhættu á að fá krabbamein. Vigdís Stefánsdóttir er erfðaráðgjafi á spítalanum. „Við hittum þá konur og karla reyndar sem hafa áhyggjur sem að hafa áhyggjur af því að vera arfberar fyrir þá stökkbreytingar sem að geta aukið líkur á krabbameinum. Þar á meðal BRCA1 sem talað er um í greininni og svo BRCA2 sem er reyndar mun algengara hér á Íslandi heldur en BRCA1 og þetta BRC stendur bara fyrir Breast Cancer Gene 1 og 2 eða brjóstakrabbameinsgen 1 og 2 og stökkbreytingar í báðum þessum genum valda aukinni áhættu á meðal annars á brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini og svo geta karlar fengið þá blöðruhálskrabbamein og jafnvel brjóstakrabbamein líka," segir Vigdís. Þeir sem eru arfberar fyrir stökkbreytingu í öðru hvoru geninu geta svo hitt skurðlækna þar sem farið er í gegnum það hvort að fyrirbyggjandi skurðaðgerð sé mögulega leið sem fólk vill nýta sér. Þórdís Kjartansdóttir skurðlæknir sagði í samtali við fréttastofu að það hafi færst í vöxt að konur fari í fyrirbyggjandi aðgerðir af ótta við að fá brjóstakrabbamein. Nokkrar konur fari í slíkar aðgerðir á hverju ári og telur hún að þær séu að meðaltali fimm. Vigdís segir fyrirbyggjandi aðgerð geta haft mikil áhrif á líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein. „Í sumum fjölskyldum eru mjög erfið krabbamein og konur eru að fá krabbamein frekar ungar og fyrir þeim er þetta náttúrulega, detta líkurnar úr því að vera einhvers staðar á milli 40 og 70-80% í það að vera mjög litlar. Það eru líka dæmi um það að konur fari í fyrirbyggjandi aðgerðir með það að láta taka eggjastokkana því að það dregur líka úr krabbameinsáhættu í brjóstum," sagði Vigdís Stefánsdóttir. Tengdar fréttir Brad Pitt lítur á Angelinu sem hetju "Þetta er mikill gleðidagur fyrir fjölskylduna. Það eina sem ég vil er að hún lifi löngu og heilbrigðu lífi með mér og börnunum okkar.“ 14. maí 2013 15:45 Angelina lætur fjarlægja bæði brjóst sín Leikkonan Angelina Jolie tilkynnti í morgun að ótti hennar við krabbamein hafi leitt hana til þeirrar niðurstöðu að rétt væri að láta fjarlægja bæði brjóst sín. 14. maí 2013 06:41 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie lét fjarlægja brjóst sín af ótta við að fá brjóstakrabbamein. Nokkrar slíkar aðgerðir eru gerðar hér á landi á hverju ári. Leikkonan þekkta ritaði grein sem birtist í bandaríska blaðinu The New York Times í dag þar sem hún greinir frá þessu. Móðir hennar lést eftir baráttu við brjóstakrabbamein en Angelina Jolie er líkt og móðir sín arfberi gensins BRCA1. Hún segir lækna sína hafa talið 87% líkur á að hún fengi brjóstakrabbamein líkt og móðir sín. Hún hafi því farið þá leið að fjarlægja brjóst sín sem fyrirbyggjandi aðgerð en með henni fari líkurnar á krabbameininu niður í 5%. Á Landspítalanum er í boði sérstök erfðaráðgjöf þar hægt er að kanna hvort að fólk sé í aukinni áhættu á að fá krabbamein. Vigdís Stefánsdóttir er erfðaráðgjafi á spítalanum. „Við hittum þá konur og karla reyndar sem hafa áhyggjur sem að hafa áhyggjur af því að vera arfberar fyrir þá stökkbreytingar sem að geta aukið líkur á krabbameinum. Þar á meðal BRCA1 sem talað er um í greininni og svo BRCA2 sem er reyndar mun algengara hér á Íslandi heldur en BRCA1 og þetta BRC stendur bara fyrir Breast Cancer Gene 1 og 2 eða brjóstakrabbameinsgen 1 og 2 og stökkbreytingar í báðum þessum genum valda aukinni áhættu á meðal annars á brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini og svo geta karlar fengið þá blöðruhálskrabbamein og jafnvel brjóstakrabbamein líka," segir Vigdís. Þeir sem eru arfberar fyrir stökkbreytingu í öðru hvoru geninu geta svo hitt skurðlækna þar sem farið er í gegnum það hvort að fyrirbyggjandi skurðaðgerð sé mögulega leið sem fólk vill nýta sér. Þórdís Kjartansdóttir skurðlæknir sagði í samtali við fréttastofu að það hafi færst í vöxt að konur fari í fyrirbyggjandi aðgerðir af ótta við að fá brjóstakrabbamein. Nokkrar konur fari í slíkar aðgerðir á hverju ári og telur hún að þær séu að meðaltali fimm. Vigdís segir fyrirbyggjandi aðgerð geta haft mikil áhrif á líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein. „Í sumum fjölskyldum eru mjög erfið krabbamein og konur eru að fá krabbamein frekar ungar og fyrir þeim er þetta náttúrulega, detta líkurnar úr því að vera einhvers staðar á milli 40 og 70-80% í það að vera mjög litlar. Það eru líka dæmi um það að konur fari í fyrirbyggjandi aðgerðir með það að láta taka eggjastokkana því að það dregur líka úr krabbameinsáhættu í brjóstum," sagði Vigdís Stefánsdóttir.
Tengdar fréttir Brad Pitt lítur á Angelinu sem hetju "Þetta er mikill gleðidagur fyrir fjölskylduna. Það eina sem ég vil er að hún lifi löngu og heilbrigðu lífi með mér og börnunum okkar.“ 14. maí 2013 15:45 Angelina lætur fjarlægja bæði brjóst sín Leikkonan Angelina Jolie tilkynnti í morgun að ótti hennar við krabbamein hafi leitt hana til þeirrar niðurstöðu að rétt væri að láta fjarlægja bæði brjóst sín. 14. maí 2013 06:41 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Brad Pitt lítur á Angelinu sem hetju "Þetta er mikill gleðidagur fyrir fjölskylduna. Það eina sem ég vil er að hún lifi löngu og heilbrigðu lífi með mér og börnunum okkar.“ 14. maí 2013 15:45
Angelina lætur fjarlægja bæði brjóst sín Leikkonan Angelina Jolie tilkynnti í morgun að ótti hennar við krabbamein hafi leitt hana til þeirrar niðurstöðu að rétt væri að láta fjarlægja bæði brjóst sín. 14. maí 2013 06:41