Borgarstjórn hrósað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 14. maí 2013 11:30 Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar